Kjölfesta fjárfestir í hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga

Kjölfesta fjárfestir í hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga

Fréttir

Kjölfesta fjárfestir í hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga

Kjölfesta leiddi tæplega 800 milljón króna fjárfestingu í hugbúnaðarfélaginu Meniga. Meðfjárfestir var Frumtak sem hefur verið hluthafi frá árinu 2010.

Meniga framleiðir heimilisfjármálahugbúnað fyrir banka og fjármálastofnanir. Hugbúnaður félagsins er nú þegar í notkun hjá sex bönkum í fimm löndum. Að auki vinnur Meniga að innleiðingu hugbúnaðarins hjá sex samstarfsaðilum til viðbótar í sjö löndum. Hjá Meniga starfa nú 45 manns í Reykjavík og Stokkhólmi.

Tilgangur fjármögnunarinnar er að styðja við áframhaldandi hraðan vöxt og stórefla bæði vöruþróun og markaðsstarf félagsins. Mikil þróun á sér nú stað í þeirri þjónustu sem fjármálastofnanir veita viðskiptavinum sínum í gegnum netið og snjallsíma. Hugbúnaður, á borð við þann sem Meniga framleiðir, er einn af hornsteinum í næstu kynslóð netbanka.

Fulltrúi Kjölfestu í stjórn félagsins verður Sigurður K. Egilsson.

Aðrir hluthafar auk Kjölfestu eru Frumtak og stofnendur fyrirtækisins: Georg Lúðvíksson, Viggó Ásgeirsson og Ásgeir Örn Ásgeirsson. Auk þess eiga starfsmenn smærri hlut í félaginu.


Svæði