Kjölfesta hefur selt eignahlut sinn í Senu.

Kjölfesta hefur selt eignahlut sinn í Senu.

Fréttir

Kjölfesta hefur selt eignahlut sinn í Senu.

Úr fréttatilkynningu frá Senu.

Gengið hefur verið frá sölu á eignarhlut Kjölfestu í Senu. Jón Diðrik Jónsson stjórnarformaður og eigandi stærsta hluta í afþreyingafyrirtækinu Senu hefur keypt allt hlutafé í félaginu, í gegnum fjárfestingafélag sitt Draupnir fjárfestingarfélag ehf.   Þeir hluthafar sem selja sína hluti í þessum viðskiptum eru: fjárfestingafélögin Kjölfesta, Sigla og Úrlausn sem og og framkvæmdastjóri félagsins, Björn Sigurðsson.

Kjölfesta keypti 30% hlut í Senu árið 2013 en er nú líkt og aðrir hluthafar að selja sinn hlut.  Kolbrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri félagsins segir að “kaupin í Senu voru fyrstu kaup Kjölfestu og hefur Sena verið góð eign í eignasafni sjóðsins. Það er stór áfangi þegar eignir eru seldar  og nú þegar Kjölfesta selur sinn hlut erum við sátt og þökkum stjórn og starfsmönnum ánægjulegt samstarf ."


Svæði