Kjölfesta kaupir 30% hlut í EVU ehf.

Kjölfesta kaupir 30% hlut í EVU ehf.

Fréttir

Kjölfesta kaupir 30% hlut í EVU ehf.

Kjölfesta hefur fjárfest í 30% hlut í velferðarfyrirtækinu EVU ehf., auk þess sem samið var um n.k. áskrift að viðbótarhlutafé í ný verkefni á næstu misserum.

EVA hefur vaxið hratt frá stofnun haustið 2007 og umfangsmesti rekstur EVU er Sinnum sem er nú leiðandi fyrirtæki í heimaþjónustu auk þess sem það annast rekstur sjúkrahótels, hvíldardvalar, vinnuprófana og dvalarheimilis. Alls starfa hjá fyrirtækinu um 78 starfsmenn. 

Kjölfesta mun vera með einn fulltrúa í stjórn EVU en það verður Arnar Jónsson framkvæmastjóri ALM. Stjórnarformaður félagsins verður áfram Ásdís Halla Bragadóttir og framkvæmdastjóri Ásta Þórarinsdóttir.

Hluthafar í EVU ehf. eftir kaupin eru auk Kjölfestu:   Gekka ehf. sem er í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur og Aðalsteins Jónassonar og Flösin ehf. sem er í eigu Ástu Þórarinsdóttur og Gunnars Viðar.


Svæði