Kjölfesta kaupir 30% hlut í Senu ehf.

Kjölfesta kaupir 30% hlut í Senu ehf. Kjölfesta hefur keypt 30% hlutafjár í afţreyingarfyrirtćkinu Senu ehf., ásamt dótturfélögum Senu. Kaupsamningur

Fréttir

Kjölfesta kaupir 30% hlut í Senu ehf.

Kjölfesta  hefur keSenaypt 30% hlutafjár í afþreyingarfyrirtækinu Senu ehf., ásamt dótturfélögum Senu. Kaupsamningur þess efnis var undirritaður 12. apríl 2013.

Með kaupum á hlut í Senu er Kjölfesta að fjárfesta í félagi með góða rekstararsögu en um leið er verið að horfa til frekari uppbyggingar og vaxtar á rafrænni dreifingu afþreyingarefnis.

Sena er leiðandi félag á íslenska afþreyingarmarkaðnum á sviði, kvikmynda, tónlistar, tölvuleikja, atburða, leikfanga og dreifingar á stafrænu afþreyingarefni í gegnum dótturfélag sitt D3.  Sena rekur þrjú kvikmyndahús og starfsfólk félagsins býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði afþreyingar.

Kjölfesta mun fá einn fulltrúa í stjórn Senu en stjórnarformaður félagsins verður eftir sem áður Jón Diðrik Jónsson.

Hluthafar í Senu  eftir kaupin eru auk Kjölfestu:   Draupnir fjárfestingafélag ehf.,  Sigla ehf.,  Magnús Bjarnason  og  Björn Sigurðsson.      

 

 


Svćđi