Kjölfesta kaupir hlut í Odda hf.

Kjölfesta kaupir hlut í Odda hf. Kjölfesta hefur keypt tćplega 30% hlutafjár í Odda hf., á Patreksfirđi. Kjölfesta hefur keypt tćplega 30% hlutafjár í

Fréttir

Kjölfesta kaupir hlut í Odda hf.

Kjölfesta hefur keypt tæplega 30% hlutafjár í Odda hf., á Patreksfirði. 

Oddi er rótgróið sjávarútvegsfélag sem stofnað  var árið 1967. Oddi á og rekur eigin útgerð og fiskvinnslu á Patreksfirði. Félagið er framleiðandi á frystum, ferskum og söltuðum afurðum og er þekkt á mörkuðum hér heima og erlendis fyrir gæðaframleiðslu og góða vöru. „Með tilkomu Kjölfestu í eigendahópinn teljum við okkur verða enn sterkara félag og aukum möguleika okkar til vaxtar í framtíðinni.“

Að sögn Kolbrúnar Jónsdóttur framkvæmastjóra hjá Kjölfestu eru við mjög ánægð með fjárfestinguna í Odda. „Með þessu erum við að fjárfesta í sjávarútvegi, einni af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Tilgangur Kjölfestu er að mynda dreift eignasafn með því að fjárfesta í óskráðum félögum og styðja þannig um leið sókn og framþróun íslensks atvinnulífs.“ 


Svćđi