Kjölfesta - Nýtt fjárfestingarfélag

Kjölfesta - Nýtt fjárfestingarfélag Fjárfestingafélagiđ Kjölfesta slhf hefur tekiđ til starfa. Eigendur félagsins eru 14 fagfjárfestar ţar af 12

Fréttir

Kjölfesta - Nýtt fjárfestingarfélag

Fjárfestingafélagið Kjölfesta slhf hefur tekið til starfa. Eigendur félagsins eru 14 fagfjárfestar þar af 12 lífeyrissjóðir. Tilgangur Kjölfestu er að fjárfesta í meðalstórum og smærri fyrirtækjum á Íslandi og styðja þá um leið við sókn og framþróun íslensks atvinnulífs.

Lögð er áhersla á að fjárfesta í fyrirtækjum sem hafa gott sjóðstreymi, rekstrarsögu og þekkt viðskiptalíkan. Félagið mun gegna eigendaskyldu með virkum hætti, virða reglur um hæfi stjórnarmanna og rækja hlutverk sitt sem kjölfestufjárfestir með samfélagslega ábyrgum hætti. Kjölfesta hefur þá meginstefnu að vera minnihlutaeigandi með traustum meðfjárfestum. Félagið setur sér skýra stefnu um sölu eigna við upphaf hverrar fjárfestingar.

Rekstraraðilar félagsins eru Virðing hf. og ALM Fjármálaráðgjöf hf.. Samvinna þessara tveggja óháðu félaga skapar góðan slagkraft fyrir Kjölfestu þar sem saman kemur víðtæk þekking og reynsla ALM og Virðingar. Kolbrún Jónsdóttir viðskiptafræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Kjölfestu. Áætlað er að fyrstu fjárfestingar sjóðsins verði kynntar með haustinu.

Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri í síma 5277900 og 8599844.


Svćđi