Kjölfesta hefur selt eignarhlut sinn í Evu

Kjölfesta hefur selt eignarhlut sinn í Evu Gengið hefur verið frá sölu á öllum eignarhlut Kjölfestu í EVU. Kjölfesta seldi allan eignarhlut sinn í EVU í

Fréttir

Kjölfesta hefur selt eignarhlut sinn í Evu

Gengið hefur verið frá sölu á öllum eignarhlut Kjölfestu í EVU. Kjölfesta seldi allan eignarhlut sinn í EVU í október 2016 en kaupendur voru aðrir hluthafar EVU. EVA sérhæfir sig í uppbyggingu á sviði velferðarþjónustu, annars vegar á sviði heilbrigðisþjónustu og hins vegar á sviði félagsþjónustu. 

Kjölfesta átti 29,98% hlut í EVU sem félagið keypti í júní 2013 en starfsemi EVU fer einkum fram í gegnum dótturfélögin Sinnum ehf. og Heilsumiðstöðina ehf. Sinnum rekur heimaþjónustu, vinnuprófanir, sjúkrahótel og Heimilið í Holtsbúð en Heilsumiðstöðin rekur Hótel Ísland og á í samstarfi við Klíníkina, lækninga- og heilsumiðstöð, sem EVA á 20% hlut í á móti læknum og hjúkrunarfræðingum. Starfsemi fyrirtækisins hefur vaxið jafnt og þétt frá upphafi og hefur fyrirtækið nú lagt góðan grunn að enn frekari vexti bæði m.a. með samstarfi við ýmsa fagaðila á heilbrigðissviði auk eigin starfsemi. Kjölfesta sem er framkvæmdasjóður með tímabundinn líftíma, taldi því tímapunktinn réttan til sölu á eignarhluta sínum en kaupendur voru núverandi hluthafar EVU. Kaupin fóru fram í október 2016 en viðskiptunum lauk endanlega í september 2017. 


Svæði